Aðeins 17% af þeim afla sem strandveiðibátarnir veiddu síðastliðið sumar fór til vinnslu í heimahöfn bátanna. Hitt var selt til vinnslu eða á markað utan löndunarhafnar.
Þetta kemur fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar á Alþingi.
Afli af strandveiðibátum var landað í 53 höfnum á landinu og í helmingi þeirra eða 26 höfnum fór ekkert af aflanum til vinnslu þar á staðnum.
Strandveiðiaflinn nam samtals 4.100 tonnum, þar af fóru 2.900 tonn af markað.