Magnús Jónsson fyrrverandi veðurstofustjóri og 13 ára dóttursonur hans, Sindri Thor Sindrason, lönduðu á Sauðárkróki á mánudaginn eftir fyrsta júlítúrinn á strandveiðinni. „Ég var þrettán sumur á sjó og mest á skaki hérna í gamla daga. Þetta er alveg dásamlegt. Það er rennisléttur sjór og vantar ekkert nema fiskinn,“ segir Magnús í samtali við Fiskifréttir.

„Það hefur verið alveg sérstaklega tregt hjá okkur í Skagafirðinum í sumar. Oftast nær róum við um 10 mílur norður fyrir Skaga en höfum líka farið um 20 mílur norður fyrir hann,“ segir hann. Magnús kveðst alveg hættur að spá fyrir um veður. „Ég nota bara tölvurnar og  á engan séns í þær. Vindaspáin fyrir Skagafjörð í tölvunni er þannig að mér dytti aldrei í hug að reyna að keppa við hana.“

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.