Strandveiðum um allt land lauk 12. ágúst síðastliðinn. 9 þúsund tonn voru í pottinum en þegar upp var staðið höfðu veiðst tæplega 162 tonn umfram hámarksafla kvótabundins botnfisks.
Halldór Ármannsson, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir tímabilið hafa einkennst af góðri veiði um allt land.
Landssamband smábátaeigenda hefur birt yfirlit yfir aflahæstu strandveiðibátana á hverju tímabili og yfir heildina á heimasíðu sinni. Halldór segir að þetta hafi farið fyrir brjóstið á mörgum félagsmönnum og það skiljanlega.
„Sumir hafa stundað það að landa umfram hámarksskammtinn. Með því er verið að ganga sameiginlega pottinn. Þessi umframafli dettur út engum til góðs nema ríkinu. Strandveiðimenn tapa hins vegar þessum afla. Margir hafa lýst pirringi yfir því að við séum að birta lista yfir aflahæstu bátana sem eru margir að landa talsverðum umframafla á hverjum degi. Þetta fer illa í meirihluta strandveiðimanna á öllum svæðum,“ segir Halldór.
Halldór segir það mikið umhugsunarefni hvers vegna menn standi í þessu. Sérstaklega í ljósi þess að þeir fá ekkert upp úr krafsinu og þurfa meira að segja að greiða sektir fyrir.
„Er það eina sem liggur að baki að komast á lista yfir aflahæstu bátana á hverju svæði?"
Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.