Frá og með næsta miðvikudegi, 20. maí, eru strandveiðar bannaðar út maímánuð á svæði A, sem nær frá Arnarstapa vestur til Súðavíkur. Samkvæmt þessu er síðasti leyfilegi strandveiðidagur á svæði  A í mánuðinum þriðjudagurinn 19. maí.

Á vef Fiskistofu kemur fram að 163 tonn séu óveidd af 715 tonnum sem skömmtuð eru bátum á svæði A í maímánuði.

Að venju eru bátar á A-svæði langfyrstir að klára sinn skammt enda eru þeir flestir þar eða 183 talsins að þessu sinni.

Sjá nánar aflastöðu á strandveiðum í maí á vef Fiskistofu, HÉR