Alls hafa 507 strandveiðibátar landað afla til þessa. Aflinn er kominn í 1.382 tonn þar af rúmur helmingur á svæði A - 760 tonn. Á því svæði eru einnig flestir bátanna eða 227.

Sem kunnugt er kláraðist leyfilegur maíafli á svæði A (Snæfellsnes til Súðavíkur) strax á fyrstu sex veiðidögunum. Á öðrum svæðum gengur veiðin hægar. Bátar á D svæði (Suður- og Suðvesturland) hafa veitt 376 tonn af 600 tonnum eða 63%. Þeir klára því væntanlega sinn skammt á næstu dögum. Líklegt er að veiðiheimildir á svæðum B og C nægi út maí, að því er segir á vef Landssambands smábátaeigenda.

Á svæði B (Strandir til Eyjafjarðar) hafa veiðst 102 tonn af 509 tonna kvóta fyrir maímánuð og á svæði C er búið að veiða 142 tonn af 551 tonna hámarksafla.