Mjög hefur dregið úr fjölda standveiðibáta sem gera út frá Arnarstapa. Þar voru í lok veiða í júní 15 bátar en voru mest 49 talsins í fyrra. Guðmundur Már Ívarsson hafnarvörður segir að óhagstæð skilyrði í fyrra hafi leikið margan strandveiðimanninn grátt og fækkað hafi í hópnum.
„Sumarið var bara hrein hörmung og þei rsem stóðu höllum fæti hættu,“ segir Guðmundur.
Þegar Fiskifréttir stöldruðu við á síðasta veiðidegi í júní voru bátarnir að streyma til hafnar. Sumir voru með fullan skammt en aðrir minna. Bjarni Jóhannesson á Jóhannesi frá Ökrum AK segir að fiskurinn hæfi fært sig vestur eftir landinu og strandveiðum sé sjálfhætt í kringum Snæfellsnes. Fjölmargir hafi fært sig innan D-svæði og róa nú frá Patreksfirði og Tálknafirði. Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.