Frá og með deginum í dag, 17. júní, hafa strandveiðar verið stöðvaðar á svæði B sem nær frá Ströndum að Grýtubakkahreppi. Fyrr í mánuðinum höfðu strandveiðar á svæði A (frá Snæfellsnesi til Súðavíkur) verið stöðvaðar eftir fáa veiðidaga.

Samkvæmt skrá Fiskistofu er afli á svæði B kominn í 632 tonn en hámarksafli mánaðarins er 611 tonn. Þá má nefna að ekki er langt í að veiðar á svæði C (frá Þingeyjasveit að Djúpavogi) verði stöðvaðar en aflinn þar var kominn í 495 tonn í morgun þar sem hámarksafli er 661 tonn.

Lengra er í að hámarksafli á svæði D (frá Hornafirði vestur um til Borgarbyggðar) klárist. Á því svæði var í morgun búið að veiða 173 tonn af 225 tonna hámarksafla fyrir júlímánuð.