Sjávarútvegsráðuneytið hefur birt auglýsingu um stöðvun strandveiða á svæði A, frá Eyja og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, frá og með næsta mánudegi 14. maí 2012. Í raun hafa veiðarnar þegar verið stöðvaðar þar sem strandveiðar eru ekki leyfðar frá föstudegi til sunnudags.

Á vef Fiskistofu kemur fram að skráður afli á svæði A er 635 tonn.  Leyfilegur afli á svæðinu í maí er hins vegar 715 tonn.

Mun minna hlutfall af leyfilegum afla hefur verið veitt á öðrum strandveiðisvæðum það sem af er maí. Þannig hafa aðeins 95 tonn af 509 tonnum (19%) veiðst á B-svæði, 125 tonn af 551 tonni (23%) á C-svæði og 295 tonn af 600 tonna leyfilegum afla (49%) á D-svæði.

Í heild hefur helmingur af strandveiðiafla maímánaðar á landinu öllu verið veiddur eftir 6 veiðidaga.
Sjá nánar á vef Fiskistofu , HÉR