Sjávarútvegsráðuneytið hefur tilkynnt að strandveiðar verði stöðvaðar á svæði A (frá Snæfellsnesi til Súðavíkur) frá og með morgundeginum, þriðjudag 10. júlí. Það þýðir að leyfilegur hámarksafli hefur enst í fimm veiðidaga í júlímánuði á því svæði.
Þá hefur ráðuneytið jafnframt tilkynnt að strandveiðar á svæði D (frá Hornafirði vestur um til Borgarbyggðar) verði stöðvaðar frá og með næsta miðvikudegi, 11. júlí. Þar af leiðandi hefur heildaraflinn þar dugað í sex veiðidaga.