Strandveiðar hafa gengið mjög vel í ágúst. Fiskistofa hefur nú lokað fyrir strandveiðar á svæði B (norðursvæði) þar sem ágústskammtinum hefur verið náð, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Þá hefur verið tilkynnt um lokun á svæði A (vestursvæði) eftir þriðjudaginn 13. ágúst 2013.