Stærstur hluti þorskkvóta norska strandflotans er veiddu á fyrri hluta ársins og sjómenn fá tiltölulega góð árslaun fyrir þær veiðar. Þar með minnkar áhugi þeirra á því að nýta aðrar fisktegundir við ströndina, að því er fram kemur á vefnum forskning.no.
Á vefnum er vitnað í niðurstöður nýrrar rannsóknar á veiðimunstri strandflotans og hvaða áhrif það hefur á næsta hlekk í virðiskeðjunni, þ.e. fiskvinnsluna. Strandflotinn skilur eftir stóran hluta af kvóta sínum í ýsu og ufsa árlega sem fluttur er yfir á úthafsflotann.
Hátt þorskverð hefur í áraraðir stuðlað að því að menn veiði allan þann þorsk sem þeir ná í og auðvelt er að taka en eru latir að bera sig eftir öðrum tegundum. Í rannsókninni kemur fram að þetta sé að breytast. Fleiri bátar við ströndina byggi nú tekjur sínar á ýsu- og ufsaveiðum en áður.
Engu að síður er mjög mikið af veiðiheimildum ennþá flutt yfir á úthafsflotann. Það þýðir að ýsan og ufsinn eru fryst um borð og flutt þannig úr landi. Sá afli kemur landvinnslunni því ekki að gagni.