ff
Sjómönnum fækkar stöðugt í Norður-Noregi og fyrir hvern og einn sem hættir til sjós fækkar um tvo í sjávarbyggðunum.
Þetta kemur fram í nýútkominni bók sem tveir prófessorar við norska sjávarútvegsháskólann hafa skrifað, að því er segir í frétt á vefnum forskning.no. Höfundar bókarinnar segja að beint samhengi sé á milli fækkun fólks í sjávarbyggðum og stefnu stjórnvalda sem hafi leitt til þess að störfum við sjávarútveg hafi fækkað um 3.400 í Norður-Noregi frá árinu 2000.
Ein af ástæðunum fyrir því að störfum hefur fækkað er sú staðreynd að togurum er ekki lengur bundnir því að landa á ákveðnum svæðum. Fiskurinn sem er veiddur fyrir utan Norður-Noreg er í vaxandi mæli unninn sunnar í landinu eða þá í Kína.
Síðustu tíu árin hefur fólksfjölgunin í Norður-Noregi aðeins verið 0,9% en Norðmönnum í heild hefur fjölgað um 9%. Sú litla fjölgun sem orðið hefur í Norður-Noregi er aðallega í stærri bæjum en fólki fækkar í minni bæjum við ströndina.
Sjómönnum fækkar stöðugt. Á árunum 2001 til 2010 fækkaði sjómönnum í strandbyggðum um 1921. Frá árinu 1990 hefur sjómönnum á aldursbilinu 20 til 30 ára fækkað um 75%. Afleiddum stöfum við skóla og aðra þjónustu hefur fækkað og það ógnar stoðum byggðanna. Sífellt hærri hlutfall starfa á svæðinu er nú í opinberri þjónustu en ekki í frumatvinnugreinum.