Mikill fjöldi stærri báta hefur verið skráður í krókaaflamarkinu frá því reglum um hámarksstærð var breytt á síðasta ári. Ekki færri en 18 bátar eru yfir þeim stærðarmörkum sem áður giltu og verið er að smíða að minnsta kosti þrjá báta til viðbótar. Innan tíðar verða því stóru bátarnir rúmlega 20 talsins. Hámarksstærð smábáta er nú rétt um 30 brúttótonn en var áður 15 tonn.

Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum. Í blaðinu er birtur listi yfir stóru bátana í litla kerfinu. Flestir þeirra eru rétt innan við nýja hámarkið en aðrir eitthvað minni. Áberandi er hvað margir af þessum bátum eru með heimahöfn í Grindavík og í Bolungarvík en þeir dreifast einnig vítt um landið. Bátarnir koma með mismunandi hætti inn í kerfið. Hér er bæði um nýsmíðaða báta að ræða og báta sem fyrir voru í krókaaflamarkinu en hafa verið lengdir. Þá hafa stærri bátar verið færðir úr kerfi smábáta með aflamark yfir í krókaaflamarkið. Einn 30 tonna bátur hefur verið fluttur inn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.