,,Stærðarsamsetning þorskstofnsins verður að mestu óbreytt næstu  árin ef sömu nýtingarstefnu verður fylgt,“ segir Björn Ævarr Steinarsson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnuninni í samtali Fiskifréttir.

Hækkað hlutfall stórþorsks í línu-, troll og dragnótaafla er ekkert sérstakt fagnaðarefni  þeirra sem stunda frystingu eða ferskfiskvinnslu enda hentar hann illa í flökunarvélar frystihúsanna og sölutregða hefur verið á stórum saltfiski á erlendum mörkuðunum.

Rætt er nánar við Björn Ævarr og tvo fiskverkendur um málið í nýjustu Fiskifréttum.