Það eru góðar fréttir af ýsunni rétt eins og af þorskinum úr nýafstöðnu togararalli. Lengdardreifing og aldursgreiningar benda til að árgangurinn frá 2014 sé stór eftir röð sex lítilla áranga og er það staðfesting á því sem fram kom í haustrallinu 2014.
Ýsan veiddist á landgrunninu allt í kringum land en meira fékkst af ýsu fyrir norðan land en sunnan. Þessi breyting hefur átt sér stað undanfarinn áratug, en árin 1985-1999 fékkst alltaf mun meira af ýsu við sunnanvert landið.
Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar.