Stofnvísitala ýsu hækkaði verulega á árunum 2002-2006 en fór ört lækkandi næstu fjögur árin þar á eftir. Mælingin nú er svipuð því sem verið hefur í vorralli frá 2010. Lengdardreifing ýsunnar sýnir að mikið fékkst nú af ýsu stærri en 50 cm, en lítið af minni ýsu.
Lengdardreifing og aldursgreiningar benda til að allir ýsuárgangar frá og með 2008 séu lélegir. Ekki hefur áður fengist eins mikið af 10 ára ýsu í vorralli (árgangur 2003).
Ýsan veiddist á landgrunninu allt í kringum land en meira fékkst af ýsu fyrir norðan land en sunnan
Vísitala gullkarfa í vorralli hefur farið hækkandi frá 2008 og mælingar tveggja síðustu ára hafa verið þær hæstu frá 1985.
Stofnvísitala ufsa hefur hækkað tvö ár í röð og var umtalsvert hærri en árin fimm þar á undan.
Svipað magn fékkst nú af ufsa og árin 2004-2006. Ufsinn fékkst víða en mest á Hornbankasvæðinu norðvestur af landinu.
Sjá nánar á www.hafro.is