Heston Blumenthal, frægur og margverðlaunaður matreiðslumaður og veitingahússeigandi í Bretlandi, mælir með íslenskum þorski úr sjálfbærum veiðum í sjónvarpsauglýsingu frá Waitrose stórmarkaðskeðjunni.

Auglýsingin er tekin á og utan við Snæfellsnes eins og sést á meðfylgjandi myndbandi.

Svo sem fram kom í frétt hér á vef Fiskifrétta nýlega jókst þorsksala í verslunum matvælakeðjunnar nýlega um 800% eftir að Blumenthal mælti með þorski úr sjálfbærum veiðum við Ísland og Noreg.

Blumenthal er eigandi hins fræga veitingastaðar The Fat Duck sem er einn fárra matsölustaða í Bretlandi sem fengið hefur þrjár Michelin stjörnur.