Í síðustu viku fóru fram merkingar á steinbít í Faxaflóa á vegum Hafrannsóknastofnunar á dragnótabátnum Erni KE. Er þetta liður í víðtækum rannsóknum sem fara fram á steinbít og sagt hefur verið frá í Fiskifréttum.
Að þessu sinni voru merktir 41 steinbítur með rafeinda- og slöngumerkjum og 73 steinbítar einungis með slöngumerkjum eða samtals 114 steinbítar.
„Í þessum leiðangri var steinbítur merktur á fæðuslóð í Garðsjónum. Þegar rafeindamerkin endurheimtast getum við fylgst með ferðum fisksins meðal annars á hrygningarslóð. sagði Ásgeir Gunnarsson, steinbítssérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, í samtali við Fiskifréttir.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.