Laxeldi Fjarðalax í Tálknafirði gengur vel. Stefnt er að því að slátra um 600 til 800 tonnum af eldislaxi í vetur og unnið er að frekari uppbyggingu í Arnarfirði og Patreksfirði, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Fjarðalax ehf. hóf starfsemi á síðasta ári en þá voru sett út um 190 þúsund laxaseyði í sjókvíar í Tálknafirði. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðalax, segir að reksturinn hafi gengið samkvæmt áætlun.

Fjarðalax hefur sótt um leyfi fyrir 1.500 tonna laxeldi í Arnarfirði og er það mál nú til meðferðar hjá Umhverfisstofnun.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.