Stefán Kristjánsson, aðaleigandi útgerðar- og vinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík, hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu um að sér hafi verið óskylt að hlíta ákvörðun ríkislögreglustjóra frá 13. janúar sl. um bann við för hans til Grindavíkur og dvöl þar í eigin húskynnum og húsakynnum Einhamars. Stefán krefst þess að málið verði rekið sem flýtimeðferðarmál og hefur Héraðsdómur Reykjavíkur fallist á það.

Stefán segir í færslu á Facebook að hann hafi stjórnarskrárvarinn rétt til að gæta eigna sinna og reksturs og að fá að vera á heimili sínu í Grindavík, kjósi hann svo.

„Á þeim rétti hefur verið traðkað endurtekið og því er þetta mál,“ segir Stefán í færslunni.

Lögmaður Stefáns í málinu er Jón Steinar Gunnlaugsson. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur og var móttekin 1. febrúar síðastliðinn.

Stefán telur að ákvörðun ríkislögreglustjóra standist ekki þar sem stjórnarskrá lýðveldisins kveði á um að menn njóti persónulegs frelsis og frelsi til heimilis. Þar er vitnað til 71. greinar stjórnarskrárinnar þar sem segir: „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.“

Málið verður þingfest á miðvikudag.

Stefán Kristjánsson, aðaleigandi útgerðar- og vinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík, hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu um að sér hafi verið óskylt að hlíta ákvörðun ríkislögreglustjóra frá 13. janúar sl. um bann við för hans til Grindavíkur og dvöl þar í eigin húskynnum og húsakynnum Einhamars. Stefán krefst þess að málið verði rekið sem flýtimeðferðarmál og hefur Héraðsdómur Reykjavíkur fallist á það.

Stefán segir í færslu á Facebook að hann hafi stjórnarskrárvarinn rétt til að gæta eigna sinna og reksturs og að fá að vera á heimili sínu í Grindavík, kjósi hann svo.

„Á þeim rétti hefur verið traðkað endurtekið og því er þetta mál,“ segir Stefán í færslunni.

Lögmaður Stefáns í málinu er Jón Steinar Gunnlaugsson. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur og var móttekin 1. febrúar síðastliðinn.

Stefán telur að ákvörðun ríkislögreglustjóra standist ekki þar sem stjórnarskrá lýðveldisins kveði á um að menn njóti persónulegs frelsis og frelsi til heimilis. Þar er vitnað til 71. greinar stjórnarskrárinnar þar sem segir: „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.“

Málið verður þingfest á miðvikudag.