Nú þegar einn mánuður er eftir af árinu hafa Norðmenn flutt út sjávarafurðir fyrir 83,2 milljarða króna (um 1.098 milljarða ISK). Aukningin er 16 milljarðar frá fyrra ári.

Árið í ár verður áreiðanlega metár í norskum sjávarútvegi. Miðað við eðlilegan útflutning í desember mun útflutningsverðmætið fara yfir 90 milljarða á árinu 2016 (1.188 milljarðar ISK).

Aukning verðmæta stafa einkum af því að á árinu 2016 hefur verð á eldislaxi verið í sögulegu hámarki. Til marks um þetta má nefna að meðalverð á heilum ferskum laxi var 61,9 krónur á kíló (817 ISK) í nóvember síðastliðnum en á sama tíma í fyrra var verðið 44,86 krónur á kíló.