Þorskur hefur lengst af verið verðlagður á þann veg að því stærri sem fiskurinn er því hærra er verðið á hvert kíló. Í seinni tíð hefur orðið breyting á þessu.
Í nýjustu Fiskifréttum er fjallað um þetta mál. Þar er nefnt sem dæmi að samkvæmt yfirliti yfir landaðan dragnótaafla á Fiskmarkaði Íslands í Ólafsvík og Rifi dagana 1. -17. febrúar síðastliðinn var óslægður þorskur yfir 8 kílóum að þyngd verðlagður á 301 kr/kg en þorskur á þyngdarbilinu 3,5-5,0 kg seldist fyrir 375 kr/kg að meðaltali.
Þróunin í þessa átt tengist ekki síst því að sölutregða hefur orðið á stærsta og dýrasta saltfiskinum í löndum Suður-Evrópu eftir að efnahagskreppan skall á.
Sjá nánar í Fiskifréttum.