Með móttöku stærsta skammtsins af laxahrognum til þessa er nú lífmassi í öllum kerfum seiðaeldisstöðvar landeldisfyrirtækisins Laxeyjar í Vestmannaeyjum.
Þetta kemur fram á vefsíðu Laxeyjar.
„Í síðustu viku tókum við á móti fjórða skammtinum af hrognum, sem er jafnframt sá stærsti til þessa. Þegar hrognin koma þarf að tryggja að þau fari hratt og örugglega á réttan stað í klakstöðinni. Því er undirbúningur og gott skipulag lykilatriði til að allt gangi smurt fyrir sig, sem auðvitað tókst mjög vel í dag eins og alltaf.
Nú er lífmassi til staðar í öllum kerfum seiðastöðvarinnar, þ.e. klakstöðinni og RAS 1, RAS 2 og RAS 3,“ segir á laxey.is.