Á vefnum skoger.123.is má finna frétt um mælingu á risahlýra hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar.
Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar var þar að vigta, mæla og kvarna hlýra. Reyndist fiskurinn vera 136 sentímetrar á lengd og vó hann 30 kíló slægður. Þetta er með stærstu hlýrum sem veiðst hafa hér við land. Stærsti hlýri sem skráður er í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunar er 161 cm. Hann veiddist í stofnmælingu botnfiska (togararall) árið 1993 í reit 668, smáreit 2, þ.e norðan við Grímsey, segir á skoger.123.is.
Sjá fleiri myndir HÉR .