Harmony of the Seas, stærsta skemmtiferðaskip í heimi, hefur farið í sína fyrstu reynslusiglingu í Miðjarðarhafinu. Skipið er í eigu útgerðarinnar Royal Carribean. Það tekur yfir 6.000 farþega. Áhöfnin er yfir 2.000 manns eða einn skipverji á hverja þrjá farþega.

Skipið er 16 hæða, 360 metra langt og 50 metra hátt. Fyrsta ferð skipsins með farþega er áætluð í júní n.k.

Eins og líkum lætur er öll hugsanleg afþreying í boði um borð í þessu glæsiskipi eins og meðfylgjandi MYNDBAND ber með sér.