Skoska laxeldisfyrirtækið FishFrom ráðgerir að reisa stærstu laxeldisstöð heims á landi, að sögn Seafood Source. Áætlaður kostnaður við stöðina er rúmir þrír milljarðar króna.

Eldið mun fara fram innanhúss í um það bil 15 þúsund fermetra húsi og reiknað er með að ársframleiðslan verði um 3.000 tonn. Helstu kaupendur afurðanna eru verslunarkeðjur eins og Marks og Spencer, Waitrose og Youngs Seafood og ýmsar veitingahúsakeðjur.

Gangi áætlanir um eldið eftir er fyrirhugað að byggja aðra stöð svipaða að stærð í Skotlandi fljótlega til að mæta þörfum ört vaxandi markaðar fyrir eldislax.

Umhverfissamtökin Atlantic Salmon Trust, en Karl Bretaprins er verndari samtakanna, hafa gefið framkvæmdinni grænt ljós og segja eldið umhverfisvænt þar sem það sé í lokuðu kerfi og ógni ekki villtum laxi.