Heimsóknum rostunga á fjörur og bryggjur Íslands hefur fjölgað það sem af er árinu. Þeir hafa gert sig heimakomna á Breiðdalsvík, Hafnarfirði, Arnarfirði, Sauðárkróki og þessi spókaði sig á Álftanesi fyrr í sumar. Sérfræðingar telja aukningu í komu rostunga birtingarmynd þess að hitastig sjávar fari hækkandi sem hafi áhrif á búsvæði rostunga.