Perúmenn eru önnur stærsta fiskveiðiþjóð í heimi miðað við aflamagn. Þar í landi ríkir mikil spilling þegar kemur að skráningu landaðs afla. Áætlað er að raunveiði sé 70% meiri en opinberar aflatölur segja til um og að um ein milljón tonna af ólöglegum uppsjávarfiski sé tekin til vinnslu í fiskimjölsverksmiðjunum.

Þetta fullyrðir dr. Patricia Majluf forstöðumaður stofnunar um umhverfismál og sjálfbærni við Cayetano Heredia háskólann í Lima í Perú. Hún kynntist ástandinu af eigin raun þegar hún var aðstoðarráðherra fiskveiða í ráðuneyti framleiðslumála í Perú. Majluf segir að vegna pólitískrar spillingar í ráðuneytinu hafi hún ekki getað komið á neinum umbótum í sinni tíð enda tortryggð vegna þess að hún sé yfirlýstur umhverfisverndarsinni. Hún bindur hins vegar vonir við að nýjar reglur sem eftirmaður hennar náði að setja muni leiða til breytinga. Samkvæmt þeim verða smærri fiskibátar nú settir undir kvótakerfið en þeir hafa hingað til verið undanþegnir því. Alls eru um 16.000 smærri bátar í flota Perú og yfir 1.000 kvótabundin skip.

Dr. Majluf mun flytja erindi um reynslu sína sem ráðherra fiskimála í Perú á alþjóðlegri sjávarútvegsráðstefnu í Hong Kong snemma í september.

Frá þessu er skýrt á vefnum seafoodsource.com.