Fiskiskipafloti Spánar hefur dregist saman um tæp 25% á síðustu sex árum. Samdrátturinn er að hluta rakinn til betri nýtingar á fiskiskipum að sögn samtaka sjómanna. Talið er að flotinn muni minnka enn meira á næstu árum.

Tölur frá matvæla- og landbúnaðarráðuneyti Spánar sýna að samdráttur fiskiskipaflotans  hafi verið 24,5% á árunum frá 2006 til 2012. Skipunum hefur fækkað úr 13.398  í 10.116 og á sama tíma hefur aflinn minnkað um tæp 20%.

Frá árinu 1985 hafa spænsk stjórnvöld boði bætur fyrir skip sem er lagt tímabundið eða til frambúðar og þannig viljað stuðla að betri nýtingu þeirra skipa sem eru á sjó. Þrátt fyrir þetta er fiskiskipafloti Spánar enn talinn  of stór og  óhagkvæmur.