Heimsmarkaðurinn fyrir omega-3 fitusýrur til framleiðslu á heilsuvörum og matvælum hverskonar er talinn hafa numið um 1,6 milljörðum dollara (203 milljörðum ISK) á árinu 2010. Eftirpurn eftir omega-3 vex hratt og er reiknað með því markaðurinn verði rúmir 4 milljarðar dollara (um 510 milljarðar ISK) árið 2018.

Þessar upplýsingar koma fram á vefnum SeafoodSource. Þar segir einnig að Norður-Ameríka sé stærsti markaðurinn fyrir omega-3 vörur en í framtíðinni eru bundnar miklar vonir við að markið í Asíu taki hraustlega við sér.