Félagið Iceland Sustainable Fishery (ISF), sem 26 íslenskir útflytjendur og framleiðendur sjávarafurða standa að,  hefur ákveðið að fara í vottunarferil með ufsa og karfa (Sebastes marinus) samkvæmt stöðlum MSC.  Það er Vottunarstofan Tún sem annast vottunarmatið sem ráðgert er að taki tæplega ár.  Sérfræðingar Túns sem vinna matið eru Ásgeir Daníelsson, Guðrún Marteinsdóttir, Joseph Powers,  Louise le Roux og Sigmar Steingrímsson.

Icelandic Group stofnaði ISF til að deila með öðrum fyrirtækjum í sjávarútvegi MSC vottuninni á þorski og ýsu. Tilgangur með stofnun ISF var að vera opinn vettvangur fyrir áhugasama í sjávarútvegi til að halda utan um vottanir sem sjávarútvegurinn gæti þurft að nota í markaðsstarfi sínu.  Hluthafar í ISF eru í dag 26 samtals en þeir eru:

Icelandic Group, Iceland Seafood, Sæmark, Danica Seafood, Vinnslustöðin, Toppfiskur, Nastar, Bacco, Fram Foods Ísland, Stormur Seafood, Marz Sjavarafurdir, Akraborg, Fiskidjan Bylgja, Frostfiskur, Íslenska Umbodssalan,  Oceanus Gourmet, Icemark,  Ice-W, Ný-fiskur, Samherji, Vísir, Spes, Rekstarfélagið Eskja, Vignir G. Jónson, Rammi og Ferskfiskur.

Athyglisvert er að hér er verið að setja fyrstu karfaveiðarnar í heiminum í fiskveiðimat samkvæmt MSC stöðlum.