Líkt og á síðasta fiskveiðiári fær Sólberg ÓF-1 í eigu Ísfélags hf. mestu aflamarki úthlutað í þorski, alls 5.638 tonnum á nýju fiskveiðiári. Skipið var áður í eigu Ramma hf. á Siglufirði sem rann nýlega inn í Ísfélag hf. í Vestmannaeyjum. Drangey SK-2 í eigu FISK Seafood næst mestu úthlutað í þorski, alls 4.805 tonnum. Í næstu tvö sæti raða sér skip Samherja, Björg EA 7 með 4.240 tonn, og Kaldbakur EA 1 með 4.050 tonn.

Með því að færa bendilinn á súlurnar má sjá með glöggum hætti skipsnöfn og úthlutanir.