Teymi sérfræðinga hefur uppgötvað að reflektín, próteinefni í roði tígulsmokkfisks, getur leitt jákvæða rafhleðslu, öðru nafni prótónur. Roðið gæti því verið kjörið hráefni í búnað sem byggir á líftækni.
Uppgötvunin gæti leitt til framleiðslu á betri jóna- eða prótónleiðurum. Sem dæmi um notagildi eru líffæraígræðslur af næstu kynslóð sem geta sent rafræn boð til miðtaugakerfisins svo það sé betur í stakk búið að takast á við sjúkdóma.
Greint er frá þessu á www.fis.com.