Víkingbátar ehf. sjósettu nýlega þrettán metra yfirbyggðan bát sem ætlaður er til línu-, neta- og krabbaveiða. Báturinn heitir Vardöjenta og kaupandinn er Kent Are Esbensen í Vardø í Noregi.
Báturinn er fyrsta nýsmíði Víkingbáta eftir að fyrirtækið tók yfir Samtak og Sóma. Stýrishúsið á Vardöjenta er framhallandi og fylgir kröfum frá Noregi en það var afturhallandi á eldri Víkingbátunum. Auk þess erum við búnir að bæta ýmis smáatriði við smíði bátsins til að auka gæði hans. Til dæmis er plastið í honum þykkara en í gömlu bátunum.
Sjá nánar í Fiskifréttum.