Krókaaflamarksbáturinn Tryggvi Eðvarðs SH frá Rifi setti aflamet í nýliðnum janúarmánuði í flokki smábáta, en hann fiskaði 230 tonn. Þetta er mesti afli sem smábátur hefur lagt á land í einum mánuði til þessa. Báturinn rær með landbeitta línu.
Fyrra met átti Ragnar SF frá Hornafirði en hann veiddi 217 tonn í ágústmánuði á síðasta ári. Hann er beitningarvélabátur í krókaaflamarkskerfinu.
Aflaverðmæti Tryggva Eðvarðs SH nam 75 milljónum króna í mánuðinum en aflinn var allur seldur á fiskmarkaði. Þrír menn eru í áhöfn Tryggva Eðvarðs SH og skipstjóri er Arnar Laxdal Jóhannsson.
ræ með landbeitta línu.