Á fundi stjórnar Landssambands smábátaeigenda var töluverð umræða um áhrif þess að Alþingi ákvað að breyta stærðarmörkum krókaaflamarksbáta fyrir réttu ári. Með breytingunni hefði þurft að gera ráð fyrir auknum aflaheimildum inn í krókaaflamarkskerfið og tryggja þannig virkari leigumarkað.

Landssambandið telur að  með breytingunni hafi verið gripið hastarlega inn í starfsumhverfi útgerða krókaaflamarksbáta, eins og segir í ályktun fundarins.

„Með breytingum á lögum um stjórn fiskveiða nr. 82/20132 þar sem stærðarmörk krókaaflamarksbáta voru færð upp að 15 metrum og að 30 brúttótonnum var gripið hastarlega inn í starfsumhverfi útgerða krókaaflamarksbáta. Jafnvægi til leigu á veiðiheimildum hafði ríkt en með ákvörðun Alþingis varð gjörbreyting þar á og nú nánast vonlaust að fá kvóta á leigu.“