Nokkrar útgerðir áforma að hefja línuveiðar á skötusel í sumar og eru þegar byrjaðar að útbúa sig til veiðanna. Hingað til hefur bein sókn í skötusel einskorðast við netaveiðar en auk þess hefur skötuselur fengist sem meðafli í troll.
Nú hafa eigendur nokkurra smábáta ákveðið að láta á það reyna hvort unnt sé að ná árangri með veiðum á skötusel á línu en krókaaflamarksbátum er óheimilt að veiða með netum. Þetta gerist í kjölfar þess að sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að bjóða 500 tonna skötuselskvóta til leigu á 120 krónur kílóið.
Nokkrir bátar á Snæfellsnesi eru að útbúa sig á þessar veiðar og munu þær hefjast þegar skötuselurinn gengur upp á grunnið í sumar. Þá gerði smábátur frá Hornafirði tilraun í desember til þess að eigna fyrir skötusel. Beittir voru 37 krókar á línu og fékkst skötuselur á annan hvert krók.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.