Samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti í gær eru leyfileg stærðarmörk báta í krókaaflamarkskerfinu hér eftir þau að bátarnir þurfa að vera innan við 15 metra langir og innan við 30 brúttólestir að stærð.
Eins og fram kom hér í frétt á vefnum í gær lagði meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis fram tillögu um þessi stærðarmörk en nýframlagt frumvarp sjávarútvegsráðherra hafði gert ráð fyrir að bátarnir yrðu að vera innan við 20 brúttótonn að stærð.
Sjá einnig lögin og nefndarálitin á vef LS