Landssamband smábátaeigenda hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis umsögn við frumvarp um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).

Þetta kemur fram í umfjöllun á vef Landssambandsins. Í umsögn LS eru sagðar ítrekaðar samþykktir aðalfunda félagsins um andstöðu við kvótasetningu á grásleppu.

Samþjöppun verði og sjálfstæði afnumið

„Að óbreyttu mun frumvarpið afnema öll stærðarmörk báta sem stunda mega grásleppuveiðar og jafnframt reglur sem takmarka fjölda neta. Í umsögninni gagnrýnir LS að hvorki atvinnuveganefnd Alþingis né Matvælaráðuneytið hafi kallað til sérfræðinga til að leggja mat á áhrif fyrirhugaðra breytinga á hinar dreifðu byggðir, mannlíf, menningu og annarra verðmæta sem þær búa yfir. Hvaða áhrif það hefur að útgerð hefðbundinna grásleppubáta muni fjara út á næstu árum? Í þeirra stað kæmu stærri bátar þar sem handhafi aflahlutdeildarinnar væri í fæstum tilvikum um borð og áhöfnin ekki með heimilisfesti í plássinu. Samþjöppun og fækkun útgerða. Allt sjálfstæði afnumið,“ segir í umfjölluninni.

Leiði til starfsloka í mörgum tilfellum

Áfram segir að með kvótasetningu verði aðilar að uppfylla veiðiskyldu eins og aðrir bátar og skip með aflamark.

„Veiða ekki minna en helming „af úthlutuðu aflamarki sínu og aflamarki sem flutt hefur verið frá fyrra fiskveiðiári, í þorskígildum talið, fellur aflahlutdeild þess niður og skal aflahlutdeild annarra skipa í viðkomandi tegundum hækka sem því nemur,“ er vitnað í frumvarpið.

„Margir grásleppubátar hafa ekki aflahlutdeild í neinni tegund. Setning aflamarks á grásleppu myndu skapa þeim þó nokkur vandræði. Þeir gætu t.d. ekki svarað tilboðum um lág verð frá kaupanda með því að hefja ekki veiðar. Í stað þess að hafa ákveðinn fjölda veiðidaga á hverri vertíð og eiga möguleika á góðri afkomu af veiðum, mun lagasetning í mörgum tilfella leiða til starfsloka þar sem eftir situr verðlítill bátur án veiðiheimilda, með verðlausan búnað og veiðarfæri,“ segir á smabatar.is.

Óbreytt veiðikerfi uppfylli megintilgang frumvarpsins

„Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar 6. júní 2023 við afgreiðslu til 2. umræðu kemur skýrt fram hvers ætlast er til með lagasetningunni.  Þar segir:

„Megintilgangur frumvarpsins er að auka fyrirsjáanleika við grásleppuveiðar og að tryggja betur sjálfbærar og markvissar veiðar. Á undanförnum árum hefur veiðistjórn grásleppu sætt gagnrýni fyrir að vera ómarkviss og ófyrirsjáanleg fyrir þá sem stunda veiðarnar.“

Hafrannsóknastofnun staðhæfir að frumvarpið leiði ekki af sér meiri fyrirsjáanleika, hvað varðar veiðiráðgjöf og gang veiða. Sjómenn eru alltaf í óvissu um hversu mikið má veiða, framlagt frumvarp breytir engu þar um. Ráðgjöf stofnunarinnar um leyfilegan heildarafla getur ekki legið fyrir fyrr en við mánaðamótin mars - apríl eða 12 dögum eftir að hefðbundinn byrjunardag 20. mars. Ástæða þess er að stofnunin byggir á gögnum úr stofnmælingu botnfiska sem framkvæmd er í mars.

Að mati stjórnvalda er megin forsenda fyrir sjálfbærum veiðum sú, að ekki skuli veitt umfram leyfilegan heildarafla. Ráðherra tekur ákvörðun og byggir hana ráðgjöf frá Hafrannsóknastofnun,“ segir Landsamband smábátaeigenda sem kveður myndina sem birtist hér efst í fréttinni sýna að við núverandi veiðistýringu hafi því markmiði verið náð.

Hvað breytist verði frumvarpið að lögum?

Meðal þess fjölmarga sem Landssamband smábátaeigenda reifar í ítarlegri umfjöllun sinni sem nánar má lesa um hér eru þær breytingar sem munu fylgja frumvarpin verði það að lögum. Eftirfarandi eru punktar sambandsins:

    • Frá árinu 1997 (27 ár) hafa allir 450 leyfishafarnir haft jafnan rétt til að stunda grásleppuveiðar.  Þeir sem virkja leyfin fá jafnmarga veiðidaga á viðkomandi vertíð.   Frumvarpið mun skerða réttindin og gera möguleika margra til veiða að engu.  Það gæti leitt til málaferla þar sem látið yrði reyna á stjórnskrárvarinn rétt. 
    • Úthlutað aflamark í grásleppu mun ekki nægja til að skila hagnaði hjá fjölmörgum.  Veiðiheimildir munu því að nokkrum árum liðnum tilheyra fáum fjársterkum aðilum.  Á þeim tíma gæti markaður fyrir afurðina að engu orðið þar sem veiðin mun ekki nægja til að svara eftirspurn.  Jafnframt mun breytingin leiða til þess að sjálfstæði nýrra aðila mun ekki lengur verða fyrir hendi.
    • Í stað þess að veiðarnar hafi eingöngu verið stundaðar á smábátum, munu þær færast til stærri báta þar sem frumvarpið takmarkar ekki stærð eins og nú er.
    • Sá ljómi og menning sem einkennt hefur hinar dreifðu byggðir á gráslepputímabilinu mun hverfa.
    • Líklegt er að breytingin leiði til fjölgunar báta á strandveiðum umfram það sem verið hefur þannig að krafa um aukinn hlut þeirra í þorski réttmæt.  
    • Allt frá upphafi grásleppuveiða hafa afurðaverð og markaðir stýrt fjölda báta á veiðum.  Séu verð há samfara góðum markaðshorfum flykkjast rétthafar til veiða, að sama skapi fækkar í hópnum þegar verð eru lág og erfitt með sölu.
    • Á útgerð grásleppubáta leggst sú skylda að veiða þarf a.m.k. 50% af úthlutuðu aflamarki í þorskígildum talið til að viðhalda aflahlutdeild.
    • Veiðigjald leggst á afla grásleppubáta.

Landssamband smábátaeigenda hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis umsögn við frumvarp um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).

Þetta kemur fram í umfjöllun á vef Landssambandsins. Í umsögn LS eru sagðar ítrekaðar samþykktir aðalfunda félagsins um andstöðu við kvótasetningu á grásleppu.

Samþjöppun verði og sjálfstæði afnumið

„Að óbreyttu mun frumvarpið afnema öll stærðarmörk báta sem stunda mega grásleppuveiðar og jafnframt reglur sem takmarka fjölda neta. Í umsögninni gagnrýnir LS að hvorki atvinnuveganefnd Alþingis né Matvælaráðuneytið hafi kallað til sérfræðinga til að leggja mat á áhrif fyrirhugaðra breytinga á hinar dreifðu byggðir, mannlíf, menningu og annarra verðmæta sem þær búa yfir. Hvaða áhrif það hefur að útgerð hefðbundinna grásleppubáta muni fjara út á næstu árum? Í þeirra stað kæmu stærri bátar þar sem handhafi aflahlutdeildarinnar væri í fæstum tilvikum um borð og áhöfnin ekki með heimilisfesti í plássinu. Samþjöppun og fækkun útgerða. Allt sjálfstæði afnumið,“ segir í umfjölluninni.

Leiði til starfsloka í mörgum tilfellum

Áfram segir að með kvótasetningu verði aðilar að uppfylla veiðiskyldu eins og aðrir bátar og skip með aflamark.

„Veiða ekki minna en helming „af úthlutuðu aflamarki sínu og aflamarki sem flutt hefur verið frá fyrra fiskveiðiári, í þorskígildum talið, fellur aflahlutdeild þess niður og skal aflahlutdeild annarra skipa í viðkomandi tegundum hækka sem því nemur,“ er vitnað í frumvarpið.

„Margir grásleppubátar hafa ekki aflahlutdeild í neinni tegund. Setning aflamarks á grásleppu myndu skapa þeim þó nokkur vandræði. Þeir gætu t.d. ekki svarað tilboðum um lág verð frá kaupanda með því að hefja ekki veiðar. Í stað þess að hafa ákveðinn fjölda veiðidaga á hverri vertíð og eiga möguleika á góðri afkomu af veiðum, mun lagasetning í mörgum tilfella leiða til starfsloka þar sem eftir situr verðlítill bátur án veiðiheimilda, með verðlausan búnað og veiðarfæri,“ segir á smabatar.is.

Óbreytt veiðikerfi uppfylli megintilgang frumvarpsins

„Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar 6. júní 2023 við afgreiðslu til 2. umræðu kemur skýrt fram hvers ætlast er til með lagasetningunni.  Þar segir:

„Megintilgangur frumvarpsins er að auka fyrirsjáanleika við grásleppuveiðar og að tryggja betur sjálfbærar og markvissar veiðar. Á undanförnum árum hefur veiðistjórn grásleppu sætt gagnrýni fyrir að vera ómarkviss og ófyrirsjáanleg fyrir þá sem stunda veiðarnar.“

Hafrannsóknastofnun staðhæfir að frumvarpið leiði ekki af sér meiri fyrirsjáanleika, hvað varðar veiðiráðgjöf og gang veiða. Sjómenn eru alltaf í óvissu um hversu mikið má veiða, framlagt frumvarp breytir engu þar um. Ráðgjöf stofnunarinnar um leyfilegan heildarafla getur ekki legið fyrir fyrr en við mánaðamótin mars - apríl eða 12 dögum eftir að hefðbundinn byrjunardag 20. mars. Ástæða þess er að stofnunin byggir á gögnum úr stofnmælingu botnfiska sem framkvæmd er í mars.

Að mati stjórnvalda er megin forsenda fyrir sjálfbærum veiðum sú, að ekki skuli veitt umfram leyfilegan heildarafla. Ráðherra tekur ákvörðun og byggir hana ráðgjöf frá Hafrannsóknastofnun,“ segir Landsamband smábátaeigenda sem kveður myndina sem birtist hér efst í fréttinni sýna að við núverandi veiðistýringu hafi því markmiði verið náð.

Hvað breytist verði frumvarpið að lögum?

Meðal þess fjölmarga sem Landssamband smábátaeigenda reifar í ítarlegri umfjöllun sinni sem nánar má lesa um hér eru þær breytingar sem munu fylgja frumvarpin verði það að lögum. Eftirfarandi eru punktar sambandsins:

    • Frá árinu 1997 (27 ár) hafa allir 450 leyfishafarnir haft jafnan rétt til að stunda grásleppuveiðar.  Þeir sem virkja leyfin fá jafnmarga veiðidaga á viðkomandi vertíð.   Frumvarpið mun skerða réttindin og gera möguleika margra til veiða að engu.  Það gæti leitt til málaferla þar sem látið yrði reyna á stjórnskrárvarinn rétt. 
    • Úthlutað aflamark í grásleppu mun ekki nægja til að skila hagnaði hjá fjölmörgum.  Veiðiheimildir munu því að nokkrum árum liðnum tilheyra fáum fjársterkum aðilum.  Á þeim tíma gæti markaður fyrir afurðina að engu orðið þar sem veiðin mun ekki nægja til að svara eftirspurn.  Jafnframt mun breytingin leiða til þess að sjálfstæði nýrra aðila mun ekki lengur verða fyrir hendi.
    • Í stað þess að veiðarnar hafi eingöngu verið stundaðar á smábátum, munu þær færast til stærri báta þar sem frumvarpið takmarkar ekki stærð eins og nú er.
    • Sá ljómi og menning sem einkennt hefur hinar dreifðu byggðir á gráslepputímabilinu mun hverfa.
    • Líklegt er að breytingin leiði til fjölgunar báta á strandveiðum umfram það sem verið hefur þannig að krafa um aukinn hlut þeirra í þorski réttmæt.  
    • Allt frá upphafi grásleppuveiða hafa afurðaverð og markaðir stýrt fjölda báta á veiðum.  Séu verð há samfara góðum markaðshorfum flykkjast rétthafar til veiða, að sama skapi fækkar í hópnum þegar verð eru lág og erfitt með sölu.
    • Á útgerð grásleppubáta leggst sú skylda að veiða þarf a.m.k. 50% af úthlutuðu aflamarki í þorskígildum talið til að viðhalda aflahlutdeild.
    • Veiðigjald leggst á afla grásleppubáta.