Nú í byrjun vikunnar hófst framleiðsla í nýrri verksmiðju á Reykjanesi sem vinnur mjöl og lýsi úr fiskslógi, en hingað til hefur slógi að mestu verið fleygt. Verksmiðjuhúsið stendur á háhitasvæðinu í námunda við Reykjanesvita við hliðina á þurrkverksmiðjunni Haustaki sem Vísir hf. og Þorbjörn hf. í Grindavík eiga og reka sameiginlega.

Nýja verksmiðjan sem er í eigu Haustaks getur unnið úr 50 tonnum af slógi á sólarhring.   Húsið og verksmiðjan kosta á þriðja hundrað milljónir króna. Verksmiðjan er  liður í stærra fullvinnsluverkefni undir heitinu Codland sem unnið er undir merkjum Sjávarklasans.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.