Vetrarríkið í Bretlandi síðustu vikurnar hefur ekki aðeins haft slæm áhrif á flug og fótbolta heldur einnig á fisksölu, að því er fram kemur á heimasíðu Ramma hf.
Sala á veitingahúsum og "takeaway" stöðum í Bretlandi hefur dregist saman og þar sem stór hluti af þorski og ýsu sem seldur er héðan til Bretlands er notaður í þjóðarréttinn "fish and chips" finna fisksölumenn vel fyrir þessu ástandi.
Meðfylgjandi myndir tók einn af helstu fiskkaupendum Ramma í Englandi í heimabæ sínum Hull nýlega og auðvelt er að skilja hvers vegna fólk skreppur ekki út eftir fiski og frönskum í kvöldmat við þessar aðstæður, segir á heimasíðu Ramma.