„Það er skemmst frá því að segja að skötuselsveiðin er helmingi minni en undanfarin ár. Við sáum þess merki í fyrra að veiðin væri að minnka og það hefur komið skýrt í ljós í ár,“ segir Pétur Pétursson, skipstjóri á Bárði SH, í en rætt er við hann í nýjustu Fiskifréttum.

Bárður SH hóf skötuselsveiðar á Breiðafirði seinnipartinn í maí og Pétur segir að veiðin hafi verið treg allan tímann. „Oft höfum við fengið um 25 til 30 tonn af skötusel á mánuði á okkar hefðbundu svæðum norður á Fláka en nú er mánaðarveiðin þar bara 15 tonn,“ segir Pétur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.