Hin árlegu bresku fish&chips verðlaun voru afhent í 25. sinn í síðustu viku. Það var skoski staðurinn, The Bay Fish&Chips í Aberdeensýslu í Skotlandi, sem hreppti þessi eftirsóttu verðlaun.

Tíu fish&chips staðir kepptu til úrslita en verðlaunin voru afhent í veglegu lokahófi þar sem 650 gestir mættu.

Á hverju ári er framreiddir meira en 382 milljónir fish&chips máltíða enda er hér um að ræða vinsælasta skyndibitann í Bretlandi.