Sjávarútvegsráðherra Skotlands, Richard Lochhead, hefur fordæmt tillögur sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að leggja fram í júní þess efnis að heimilt verði að framselja aflakvóta milli landa innan ESB.
Ráðherrann segir að verði þessar tillögur að veruleika muni þær rústa skoskum sjávarbyggðum. Stórútgerðir í öðrum löndum muni þá geta keypt upp aflaheimildirnar og svipt skoska sjómenn réttinum til þess að nýta fiskistofnana í eigin lögsögu.
Lochhead krefst þess að valdið til þess að taka slíkar ákvarðanir verði fært aftur til einstakra aðildarríkja í stað þess að fela það skriffinnum sambandsins.
Frá þessu er skýrt á sjávarútvegsvefnum Fis.com