Skosk fiskiskip skiluðu 83 milljörðum króna í aflaverðmæti árinu 2012 sem var 7% minna en árið áður. Lækkunin stafaði af lækkun fiskverðs því heildaraflinn var svipaður og árið áður.

Afli uppsjávarfisks jókst um 4% milli ára, skelfiskaflinn minnkaði um 5% en botnfiskaflinn stóð í stað.

Starfandi sjómönnum í Skotlandi fækkaði um 5% milli ára og fiskiskipum fækkaði um 2%.

Frá þessu er skýrt á vefnum FISHupdate.com.