Framleiðsla á eldislaxi í Skotlandi var um 162 þúsund tonn á síðasta ári, að því er fram kemur á vefnum SeafoodSource. Framleiðslan jókst um 2,7% frá árinu 2011 og hefur ekki verið meiri í níu ár.
Framleiðsluverðmæti eldislaxin nam 537 milljónum punda á síðasta ári (um 103 milljörðum ISK). Lax er nú mikilvægasta útflutningsvara sjávarafurða frá Skotlandi. Við greinina starfa 1.500 manns og hefur þeim fjölgað um 5% frá árinu 2011.