Talsmaður samtaka skoskra uppsjávarfiskimanna (Scottish Pleagic Fishermen‘s Association) kveðst afar vonsvikin með nýgerðan makrílsamning. Óánægjan virðist ekki beinast að kvótaskiptingunni heldur að því ákvæði sem veitir færeyskum skipum leyfi til að veiða allt að 29% kvóta síns í lögsögu ESB sem þýði í raun skoskri lögsögu. Þetta sé miklu meira magn en í fyrri samningi.

Samtökin hvetja skosk stjórnvöld til þess að tryggja með ströngu eftirliti að færeysk skip fari í einu og öllu að settum reglum í skosku lögsögunni.

Breski sjávarútvegsráðherrann, George Eustice  hefur í hinn bóginn fagnað samkomulaginu og sagt samninginn vera góða fyrir Bretland. Jafnframt er hann ánægður með samningana sem gerðir hafa verið við Noreg og Færeyjar um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna til fiskveiða.

Bretland (Skotland þar með talið) er stærsta makrílveiðiríkið innan ESB með um helming af makrílveiðiheimildum bandalagsins. ESB fær með samningnum 611.000 tonna kvóta á þessu ári.