Stjórn Hafnasambands Íslands hefur skorað á Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra að skipa sem fyrst formann fyrir Siglingaráð.
Eins og komið hefur fram í Fiskifréttum mun nýr formaður taka við í Siglingaráði eftir ráðherraskipti sem urðu í kjölfar brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðherrastóli og úr stjórnmálum í byrjun apríl í vor. Siglingaráð heyrir undir innviðaráðuneytið og við þessa uppstokkun færði Svandís Svavarsdóttir úr matvælaráðuneytinu og leysti af Sigurð Inga Jóhannsson í innviðaráðuneytinu og í fjármálaráðuneytið. Við slík ráðherraskipti mun vera venjan að nýr ráðherra skipi nýtt fólk í stöður á borð við Siglingaráðs.
Ekki fundur síðan 4. apríl
Nú, meira en fjórum mánuðum síðar hefur nýr formaður enn ekki verið skipaður yfir Siglingaráð sem hefur ekki fundað frá því 4. apríl. Er ljóst að stjórn Hafnasambandsins telur það bagalegt og vill að þráðurinn verði tekinn upp aftur sem fyrst í Siglingaráð enda sé starf þess mikilvægt fyrir hafnir landsins.
„Ítrekar stjórn jafnframt óskir um að hafist verði þegar við vinnu við öryggisúttekt samanber fyrri erindi til ráðuneytisins og bókanir Siglingaráðs,“ segir stjórnin sem telur nauðsynlegt að gera stóra úttekt á öryggismálum skemmtiferðaskipa við landið. Frá þessu sagði í viðtali Fiskifrétta við Gunnar Tryggvason, hafnarstjóra í júní.
Stjórn Hafnasambands Íslands hefur skorað á Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra að skipa sem fyrst formann fyrir Siglingaráð.
Eins og komið hefur fram í Fiskifréttum mun nýr formaður taka við í Siglingaráði eftir ráðherraskipti sem urðu í kjölfar brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðherrastóli og úr stjórnmálum í byrjun apríl í vor. Siglingaráð heyrir undir innviðaráðuneytið og við þessa uppstokkun færði Svandís Svavarsdóttir úr matvælaráðuneytinu og leysti af Sigurð Inga Jóhannsson í innviðaráðuneytinu og í fjármálaráðuneytið. Við slík ráðherraskipti mun vera venjan að nýr ráðherra skipi nýtt fólk í stöður á borð við Siglingaráðs.
Ekki fundur síðan 4. apríl
Nú, meira en fjórum mánuðum síðar hefur nýr formaður enn ekki verið skipaður yfir Siglingaráð sem hefur ekki fundað frá því 4. apríl. Er ljóst að stjórn Hafnasambandsins telur það bagalegt og vill að þráðurinn verði tekinn upp aftur sem fyrst í Siglingaráð enda sé starf þess mikilvægt fyrir hafnir landsins.
„Ítrekar stjórn jafnframt óskir um að hafist verði þegar við vinnu við öryggisúttekt samanber fyrri erindi til ráðuneytisins og bókanir Siglingaráðs,“ segir stjórnin sem telur nauðsynlegt að gera stóra úttekt á öryggismálum skemmtiferðaskipa við landið. Frá þessu sagði í viðtali Fiskifrétta við Gunnar Tryggvason, hafnarstjóra í júní.