Skip á íslenskri aðalskipaskrá eru 55 færri nú en fyrir einu ári. Fækkunin stafar m.a. af því að nokkur skip, sem ekki höfðu verið í notkun um langt árabil, voru tekin af skrá og eitthvað var um að skip væru seld til útlanda, að því er fram kemur á vef Siglingastofnunar Íslands.
Hinn 1. janúar síðastliðinn voru samtals 1.072 þilfarsskip á skrá og 1.196 opnir bátar eða samtals 2.268 skip og bátar. Brúttótonnatala þessa flota var 208.764 og hafði minnkað um 16.500 milli ára.
Alls voru 47 skip frumskráð eða endurskráð á nýliðnu ári en á móti kom að 102 skip voru afskráð.
Sjá nánar á vef Siglingastofnunar, HÉR