Makrílskipin hafa undanfarna daga leitað makríls í íslenskri lögsögu austur af landinu en lítið hefur fundist af veiðanlegum makríl, segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þá hefur veðrið ekki verið hagstætt.

Bjarni Ólafsson AK kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi með 220 tonn af heimamiðum og nú er verið að landa 250 tonnum úr Beiti NK. Fiskurinn er stór og fallegur og er allur heilfrystur.

Nú hafa skipin tekið stefnuna í Smuguna á ný og Börkur NK og Vilhelm Þorsteinsson EA hafa hafið veiðar þar. Polar Amaroq er í Smugunni og fékk 200 tonna hol í morgun, en hann vinnur aflann um borð.